Lífið

Heidi Klum komin í samband með lífverði sínum

Heidi Klum á göngu með dóttur sína og Seal.
Heidi Klum á göngu með dóttur sína og Seal.
Fyrirsætan Heidi Klum, sem nýlega skildi við Seal, sambýlismann sinn til margra ára, er farin að slá sér upp með Martin Kirsten, lifverði sínum. Katie Couric spurði hana út í þetta ástarsamband í viðtalsþætti sínum. Þar neitaði hún ekki sögusögnunum en hún játaði því ekki heldur. „Martin er frábær maður og nú nýlega fórum við að kynnast hvort öðru á annan hátt," sagði hún. Heimildarmaður People slúðurtímaritsins segir að staðan sé mjög flókin á milli Klum og Kirsten, en hann sé helsti trúnaðarvinur hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×