"Crossfit ekki svo galið“ BBI skrifar 17. september 2012 09:53 Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, á heimavelli. Mynd/Anton Brink Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, segir að allar æfingar sem gerðar séu í crossfit þjálfun séu lagaðar að mismunandi getu hvers og eins. Til dæmis séu þyngdir lóða aðlagaðar, fjöldi endurtekninga misjafn eftir getu og jafnvel sleppi sumir erfiðum æfingum. Þannig sé „himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrrsetumann á sextugsaldri og afrekskonu á þrítugsaldri". Þetta er í raun svar við einni helstu gagnrýni íþróttafræðinga sem töldu galið að allir væru látnir gera sömu krefjandi æfingarnar óháð líkamsástandi viðkomandi. Leifur bendir á að crossfit miði að því að koma iðkendum í form en auk þess hafi þjálfunin haft ýmislegt annað jákvætt í för með sér eftir að hún varð vinsæl:Konur í crossfit.Mynd/Stefán KarlssonTil dæmis brúar crossfit kynslóðabil og „fær unglinga til að spjalla af áhuga og einlægni við foreldra sína". Crossfit upphefur einnig sterkar konur og vinnur þar með gegn fordómum um að konur eigi ekki að vera sterkar. Þá er árangur í crossfit mældur í auknum styrk og þreki. Þannig er áherslan ekki lögð á útlit sem „frelsar jafnt konur sem karla frá oki hans staðlaða tískublaðalíkama". Leifur viðurkennir þó að crossfit þjálfun sé ekki hafin yfir gagnrýni og vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit þjálfunar beri að taka alvarlega. Hann bendir á að crossfit sé þjálfunarkerfi í mótun og íþróttafræðingar og sjúkraþjálfar geti haft mikil og góð áhrif á kerfið með málefnalegri gagnrýni. Hins vegar telur hann að „glannalegar og órökstuddar upphrópanir" um skaðleika crossfit þjálfunar muni hafa öfug áhrif og búa til andstæðar fylkingar í stað þess að miða til bóta. Tengdar fréttir "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. Dr. Leifur Geir Hafsteinsson, eigandi CrossFit Sport, segir að allar æfingar sem gerðar séu í crossfit þjálfun séu lagaðar að mismunandi getu hvers og eins. Til dæmis séu þyngdir lóða aðlagaðar, fjöldi endurtekninga misjafn eftir getu og jafnvel sleppi sumir erfiðum æfingum. Þannig sé „himinn og haf á milli þess álags sem hæfur þjálfari leggur á bakveikan kyrrsetumann á sextugsaldri og afrekskonu á þrítugsaldri". Þetta er í raun svar við einni helstu gagnrýni íþróttafræðinga sem töldu galið að allir væru látnir gera sömu krefjandi æfingarnar óháð líkamsástandi viðkomandi. Leifur bendir á að crossfit miði að því að koma iðkendum í form en auk þess hafi þjálfunin haft ýmislegt annað jákvætt í för með sér eftir að hún varð vinsæl:Konur í crossfit.Mynd/Stefán KarlssonTil dæmis brúar crossfit kynslóðabil og „fær unglinga til að spjalla af áhuga og einlægni við foreldra sína". Crossfit upphefur einnig sterkar konur og vinnur þar með gegn fordómum um að konur eigi ekki að vera sterkar. Þá er árangur í crossfit mældur í auknum styrk og þreki. Þannig er áherslan ekki lögð á útlit sem „frelsar jafnt konur sem karla frá oki hans staðlaða tískublaðalíkama". Leifur viðurkennir þó að crossfit þjálfun sé ekki hafin yfir gagnrýni og vangaveltur sjúkraþjálfara um hugsanleg meiðsl vegna crossfit þjálfunar beri að taka alvarlega. Hann bendir á að crossfit sé þjálfunarkerfi í mótun og íþróttafræðingar og sjúkraþjálfar geti haft mikil og góð áhrif á kerfið með málefnalegri gagnrýni. Hins vegar telur hann að „glannalegar og órökstuddar upphrópanir" um skaðleika crossfit þjálfunar muni hafa öfug áhrif og búa til andstæðar fylkingar í stað þess að miða til bóta.
Tengdar fréttir "Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
"Crossfit er galin líkamsrækt“ Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. 7. september 2012 19:23