Sport

Þriggja leikja bann fyrir að skrifa "þú ert hommi" á andlitið

Þessi andlitsmálning hjá Escobar var dýrt spaug.
Þessi andlitsmálning hjá Escobar var dýrt spaug.
Hafnaboltaleikmaðurinn Yunel Escobar hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að mæta til leiks með áletrunina "Þú ert hommi" málaða á andlit sitt.

Það gerði hann í leik með liði sínu, Toronto Blue Jays, gegn Boston Red Sox um síðustu helgi. Hann skrifaði orðin á spænsku undir augun á sér.

Escobar hefur beðist afsökunar á athæfinu og segir að þetta hafi átt að vera grín.

"Ég ætlaði ekki að móðga einn né neinn. Þessum skilaboðum var ekki beint til neins sérstaks," sagði Escobar. "Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum."

Leikmaðurinn mun einnig missa 10 milljón króna laun meðan á banninu stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×