Innlent

Vöffluilmur eftir undirskrift kjarasamnings

Vöffluilminn lagði frá Karphúsinu í gærkvöldi, venju samkvæmt, eftir að skrifað var undir kjarasamning milli Framsýnar- stéttarfélags og Landssambands smábátaeigenda vegna sjómanna á smábátum að 15 brúttótonnum.

Á vef Framsýnar er haft eftir formanni félagsins, Aðalsteini Baldurssyni, að um tímamótasamning sé að ræða þar sem félagsmenn hefðu fram að þessu, líkt og aðrir smábátasjómenn á Íslandi, verið samningslausir.

Samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum á næstu vikum og fer því næst í atkvæðagreiðslu. Aðalsteinn er vongóður um að hann verði samþykktur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×