Innlent

20 þúsund á flugeldasýningu

Mynd frá Ljósanótt í Reykjanesbæ
Mynd frá Ljósanótt í Reykjanesbæ Mynd/Vísir
Um tuttugu þúsund gestir Ljósanætur í Reykjanesbæ fylgdust með flugeldasýningu í gærkvöldi sem markaði lok hátíðarinnar.

Fjölbreytileg tónlistaratriði einkenndu kvöldið og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór allt vel fram, þátt fyrir þennan mikla fjölda

Á Akureyri var einnig flugeldasýning í gær, en þar var endapunkturinn sleginn í svonefnda Afmælisvöku vegna 150 ára afmælis bæjarfélagsins. Þá voru haldnir afmælistónleikar í Gilinu sem talið er að um tíu þúsund manns hafi verið sótt. Lögreglan segir allt hafa gengið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×