Innlent

Stúlka slegin í miðborginni

Karlmaður var fluttur með höfuðáverka á slysadeild eftir slagsmál í miðborginni rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Ekki er vitað hversu alvarlegir áverkarnir eru á þessari stundu en lögregla hefur ekki haft hendur í hári árásarmannsins.

Þá var stúlka slegin í miðbænum um hálfsexleytið í morgun og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan hennar að svo stöddu né geranda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×