Innlent

Reyndi aftur að brjótast inn í ráðherrabústaðinn

Boð barst frá þjófavarnakerfi ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu í gærkvöldi og hélt lögregla þegar á vettvang.

Í ljós kom að maður, sem var staddur þar í tröppunum, hafði brotið rúðu til að reyna að komast inn, enda sagðist hann eiga heima þarna, en engin býr hinsvegar í ráðherrabústaðnum.

Þar sem þettta var í annað skiptið sem hann reynir að komast inn í bústaðinn var hann vistaður í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×