Innlent

Makrílviðræðurnar skiluðu engum árangri

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd.
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd.
Viðræður sem fram fóru í dag í London milli Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins um makríl skiluðu ekki árangri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vefsíðu atvinnuvegaráðuneytisins. Of mikið ber í milli í deilunni um skiptingu kvótans.

„Uppskeran var vægast sagt mjög lítil af þessum fundi," segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir ekki við Íslendinga að sakast nema síður sé. „Við mættum til þessa fundar og vorum tilbúnir eins og við höfum verið til þess að sýna ákveðinn sveigjanleika varðandi okkar hlutdeild gegn því að það æmi þá sæmilega ríflegur aðgangur að lögsögum hinna ríkjanna á móti og auðvitað í þágu þess að ná fram heildarsamkomulaginu sem hefur verðmæti í sjálfu sér fyrir alla aðila," segir Steingrímur.

Í yfirlýsingunni kemur fram að aðilar séu sammála um að samningsumleitanir haldi áfram á reglubundnum haustfundi strandríkjanna. Þá eru viðræðuaðilarnir sammála um mikilvægi þess að virða vísindalega ráðgjöf um veiðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×