Innlent

Óskað eftir umsögnum um frumvarp til náttúruverndarlaga

BBI skrifar
Þjórsá.
Þjórsá. Mynd/Vilhelm
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði í dag eftir umsögnum um ný drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga. Drögin byggja á Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem fól í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Tekið hefur verið tillit til athugasemda um Hvítbókina sem bárust.

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á náttúruverndarlögum. Þar eru settar fram nokkrar af helstu meginreglum umhverfisréttar. Staða almannaréttar er styrkt, lagðar fram breytingar hvað varðar friðlýsingar og friðlýsingaflokkum fjölgað. Ákvæði um friðun vistkerfa, vistgerða og tegunda eru ítarlegri en í gildandi lögum og sérstakur kafli fjallar um innflutning og dreifingu framandi lífvera.

Áformað er að leggja frumvarpið fram á Alþingi í haust. Umsagnir um drögin skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík eða á netfangið postur@uar.is í síðasta lagi 25. september nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×