Innlent

Einstaka kennarar virðast gera lítið úr nemendum

BBI skrifar
Hefur niðurskurður bitnað á samskiptum kennara og nemenda?
Hefur niðurskurður bitnað á samskiptum kennara og nemenda? Mynd/Vilhelm
15% nemenda í 5.-7. bekk í grunnskóla telja að kennarar geri oft eða stundum lítið úr einhverjum nemanda í skólastofunni. Hlutfallið hefur aukist á einu ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem Umboðsmaður barna vann um starfsemi sína árið 2011.

Lögð var könnun fyrir börn í 5.-7. bekk í því skyni að kanna líðan barna á skólalóð og í skólastofu. Eins og áður segir töldu um 15% barnanna að kennarinn gerði stundum lítið úr nemendum. Þar sem hlutfallið hefur aukist veltir Umboðsmaður barna því fyrir sér hvort álag á kennara hafi aukist sem bitni á framkomu þeirra við nemendur.

Einnig kom fram að rúmlega 15% barnanna upplifðu sig sjaldan eða aldrei örugga á skólalóðinni. Það hlutfall eykst milli ára og er nokkuð hátt að mati Umboðsmanns barna. Tæp 10% barna telja sig sjaldan eða aldrei örugg inni í skólastofunni. Það hlutfall lækkar milli ára sem er fagnaðarefni.

Niðurstöðurnar gefa í skyn að flestum börnum líði almennt vel í skólanum. Hins vegar er hægt að huga betur að vellíðan barna, t.d. með því að auka gæslu í frímínútum. Umboðsmaður tekur einnig fram að niðurskurður í menntakerfinu megi ekki bitna á vellíðan barna í skólum.

Umfjöllun um þetta má sjá á síðu 16 í skýrslunni sem má nálgast á þessum hlekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×