Innlent

Ósáttur við hvernig jafnréttislögin eru túlkuð

BBI skrifar
Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. Mynd/Anton Brink
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hann væri ósáttur við hvernig jafnréttislögin eru túlkuð. Fram kom einnig að nú væri til skoðunar í ráðuneytinu hvort höfða bæri mál til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.

Þann 28. ágúst úrskurðaði Kærunefnd jafnréttismála um að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í fyrra. Ögmundur var gestur Helga Seljan í Kastljósi í kvöld til að skýra ákvörðun sína.

Ögmundur telur úrskurðin ekki þess eðlis að hann þurfi að segja af sér. Hann getur heldur ekki hugsað sér að biðjast afsökunar á lagabrotinu. Að hans mati er aðeins rétt að biðjast afsökunar þegar maður raunverulega sér eftir einhverju og er sannfærður um að maður hafi breytt rangt. Hann er aftur á móti enn sannfærður um að hann hafi breytt rétt í málinu, staðið faglega að ráðningu. Engu að síður segist hann horfast í augu við úrskurðinn.

Ögmundur benti á að hann hafi ekki haft nokkurra hagsmuna að gæta í málinu og engin tengsl við manninn sem var ráðinn.

Ögmundur mun taka sér nokkurn tíma til að íhuga hvort rétt sé að höfða dómsmál vegna málsins. Að hans mati er varhugavert að ríkið stofni til málareksturs gegn einstaklingum. Hins vegar er hann ósáttur við hvernig jafnréttislögin eru túlkuð, en telur það aðra og lengri sögu.


Tengdar fréttir

Ögmundur þarf að bregðast við úrskurðinum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra verður að víkja úr embætti ef dómstólar komast að sömu niðurstöðu og kærunefnd Jafnréttisstofu. Þetta segir, formaður þingflokks Vinstri grænna. Lögmaður konunnar segir að enn hafi ekki verið ákveðið hvort krefjast eigi skaðabóta, en konan hafi bæði orðið fyrir fjárhagstjóni og miska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×