Innlent

Leita manns sem féll í Jökulsá

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til að leita að manni sem féll í Jökulsá í Lóni fyrr í kvöld. Eins og stendur eru björgunaraðgerðir í hámarki. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk leitarhunda og fjölmennra björgunarsveita frá Höfn í Hornafirði, Djúpavogi og Fáskrúðsfirði.

Maðurinn var í reiðtúr ásamt fjölda fólks þegar óhappið varð en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig það atvikaðist.

Björgunaraðgerðir munu standa fram á nótt þó veðurskilyrði séu ekki sem hagstæðust á svæðinu sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×