Innlent

Handverksbrugg í stöðugum vexti

BBI skrifar
Bjór.
Bjór. Mynd/AFP
Lítil brugghús spretta fram hvert á fætur öðru hér á landi. Brugghúsin eru nú sex á landinu og starfrækja öll svonefnt handverksbrugg á bjór að meira eða minna leyti, en það felst í því að prufa eitthvað nýtt og þróa sérkenni í sínum afurðum.

Bjarni Kristófer Kristjánsson, formaður Bjórsetursins á Hólum, talaði um bjórmenningu á Íslandi í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. Þar sagði hann meðal annars frá því að mikill fjöldi bruggaði bjór heima hjá sér nú á dögum.

Bjarni útskýrði að bæði þeir sem selja bjór og þeir sem framleiða hann til eigin nota séu háðir ýmiss konar leyfum. „En menn horfa nú aðeins í gegnum fingur sér með það," bætti hann við og átti við heimabruggið.

Þó heimabrugg sé tæknilega séð ólöglegt er fjöldinn mikill sem bruggar sinn eigin bjór og það þykir svo sjálfsagt að heimabruggarar hafa stofnað með sér félagskap sem nefnist Fágun. „Þar eru margir að gera alveg frábæra hluti," segir Bjarni.

Innslagið í heild sinni má nálgast á hlekknum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×