Innlent

Íslenskur karlmaður um fimmtugt fórst í Jökulsá í Lóni

Íslenskur karlmaður um fimmtugt sem féll í Jökulsá í Lóni á áttunda tímanum í gærkvöldi, fannst látinn upp úr miðnætti.

Strax eftir að slysið varð kallaði samferðafólk hans á aðstoð og voru björgunarmenn Landsbjargar frá Höfn, Djúpavogi og Fáskrúðsfirði sendir á vettvang, auk lögreglumanna frá Höfn í Hornafirði, en þar voru slæm skilyrði þegar líða tók á kvöldið, mjög hvasst og slæmt skyggni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var líka send austur til að selflytja björgunarmenn og búnað á svæðinu.

Slysið varð fyrir neðan brúnna á þjóðveginum, eða sjávarmegin við hana. Tildrög liggja ekki fyrir, en maðurin var í hestaferð í liðlega tíu manna hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×