Innlent

Flokksþing Demókrata hefst í kvöld

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. mynd/AP
Flokksþing Demókrata hefst í borginni Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í kvöld.

Nokkrir þekktir Demókratar munu flytja ræður á þinginu, þar á meðal er forsetafrúin Michelle Obama sem og Bill nokkur Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.

Barack Obama mun síðan sjálfur stíga á svið og ávarpa gesti flokksþingsins. Bandaríkjaforseti heimsótti Ohio-ríki í dag þar sem hann ræddi við kjósendur.

Mjótt er á munum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þannig ríður mikið á því að flokksþing Demókrata verði farsælt að málstaðnum verði komið á framfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×