Innlent

Sjaldan jafnhlýtt á landinu og í ár

BBI skrifar
Veðurblíða í Nauthólsvík.
Veðurblíða í Nauthólsvík. Mynd/Valgarður
Veðurfar á Íslandi árið 2012 hefur verið fádæma gott og í samantekt Veðurstofunnar kemur fram að fyrstu átta mánuðir ársins hafi sjaldan verið hlýrri víða á landinu.

Fyrstu átta mánuðurnir hafa aðeins fjórum sinnum verið hlýrri á Reykjavíkursvæðinu síðan mælingar hófust árið 1871 eða í 141 ár. Í Stykkishólmi hefur það aðeins gerst einu sinni og tvisvar á Akureyri.

Veðursæld var sömuleiðis óvenjulega mikil í sumar eins og landsmenn flestir muna. Tímabilið frá júní fram í ágúst hefur aðeins tvisvar sinnum verið hlýrra í Reykjavík frá árinu 1871.

Þurrkar voru einnig gríðarlegir í sumar, sérstaklega á norðurlandi og úrkoma á Akureyri hefur aldrei mælst minni yfir sumarmánuðina síðan mælingar hófust þar árið 1928.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×