Innlent

Brot Gunnars Andersen varða árs fangelsi - málið þingfest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Andersen var ákærður fyrir brot á þagnarskyldu.
Gunnar Andersen var ákærður fyrir brot á þagnarskyldu.
Ákæra á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, verður þingfest rétt fyrir hádegi í dag. Hann er, ásamt starfsmanni Landsbankans, ákærður fyrir brot á þagnarskyldu. Samkvæmt ákæru fékk Gunnar starfsmann Landsbankans til að afla gagna úr bókhaldi bankans um viðskipti Bogamannsins ehf. sem hann afhenti Ársæli Valfells, en um var að ræða skjal sem sýndi að Landsbanki Íslands hf. greiddi 32.7 milljónir króna inn á bankareikning Bogamannsins ehf. 13. júní 2003.

Í ákæruskjali kemur fram að Ársæll hafi komið umræddum upplýsingum að beiðni Gunnars til fréttastjóra DV sem nýtti upplýsingarnar við ritun fréttar um viðskiptin sem birtist í DV 29. febrúar 2012. Þá kemur fram að Gunnar hafi gert þetta í því skyni að skapa umræðu um viðskipti félagsins og eiganda þess, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, við Landsbanka Íslands hf. sem hann hafi talið óeðlileg og vegna þess að hann hafi talið Guðlaug Þór hafa í opinberri umræðu reynt að gera hann sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins tortryggilegan sem og stofnunina sjálfa.

Í ákæruskjalinu kemur fram að brot Gunnars varði við 136. grein almennra hegningarlaga og geti því varðað eins árs fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×