Innlent

Ólöf Nordal hættir á þingi

mynd/GVA
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að hætta á þingi í vor og flytja til Sviss þegar kjörtímabilinu lýkur þar sem eiginmaður hennar, Tómas Már Sigurðsson, tók nýlega við sem forstjóri Alcoa í Evrópu.Ólöf segist í viðtali við Sunnudagsmoggann í dag ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum og útilokar ekki endurkomu síðar.Hún ætlar að taka þátt í mótun stefnu flokksins fyrir næstu kosningar og hætta sem varaformaður á næsta landsfundi. Þá segir hún Alþingi þurfa að takast á við erfiðar ákvarðanir í vetur bæði hvað varðar efnahagsmálin og breytingar á stjórnarskrá.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.