Innlent

Kona tók á móti eigin barni í Bolungarvíkurgöngum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barnið fæddist í Bolungarvíkurgöngunum.
Barnið fæddist í Bolungarvíkurgöngunum. mynd/ gva.
Kona eignaðist barn í fólksbíl í Bolungarvíkurgöngum árla morguns í gær. Konan tók sjálf á móti barninu, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Móður og barni heilsast vel. Konan og eiginmaður hennar lögðu af stað eldsnemma í gærmorgun frá Bolungarvík til Ísafjarðar, en konan var komin með verki og greinilegt að fæðing var skammt undan. Þau komust ekki lengra en í Bolungarvíkurgöng áður en barnið fæddist. Faðirinn hélt áfram keyrslu til Ísafjarðar þar sem starfsfólk sjúkrahússins veitti móður og barni aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×