Innlent

Tekur ekki undir með Lilju

BBI skrifar
Mynd/GVA
Sigurjón M. Egilsson, þáttarstjórnandi á Bylgjunni, tekur ekki undir með Lilju Mósesdóttur að nýir og litlir stjórnmálaflokkar eigi erfitt uppdráttar í fjölmiðlum hér á landi og fái ekki nægilegt aðgengi að þeim. Lilja Mósesdóttir tilkynnti í vikunni að hún hyggðist hætta sem formaður nýja flokksins Samstöðu. Þá sagði hún að fjölmiðlar hefðu lítinn áhuga á því að fjalla um ný stjórnmálaöfl.

Sigurjón gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. Í útvarpsþættinum Á Sprengisandi sagði Sigurjón í morgun að hann hefði boðið Lilju oftar að koma í þáttinn en hún hefði sjálf kosið að þiggja. „Sannleikurinn er sá að stjórnmálamenn eru í meiri nálægð við fjölmiðla hér á landi en gengur og gerist annars staðar," sagði hann og taldi jafnvel að nálægðin væri of mikil á stundum. Þar átti hann bæði við stór og lítil stjórnmálaöfl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×