Innlent

1500 manns á flugeldasýningu við Jökulsárlón

BBI skrifar
Um 1500 manns komu saman við Jökulsárlón í gær og fylgdust með flugeldasýningu Björgunarfélags Hornafjarðar yfir lóninu. Auk þess fylgdist talsverður fjöldi fólks með henni í beinni útsendingu á vefmyndavél Mílu. Sýningin stóð í um fjörutíu mínútur. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls, segir að upplifunin hafi verið engu lík. Bæði gefi umhverfið sýningunni töfrandi blæ auk þess sem hún sé óvenju vegleg og vari lengi. Sýningin var þáttur í fjáröflun Björgunarfélags Hornafjarðar. Hver gestur greiddi þúsund krónur í aðgang. Þar sem gestirnir voru 1500 má gera ráð fyrir að sýningin hafi skilað drjúgum tekjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×