Innlent

Kviknaði í tusku á hótelherbergi

BBI skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til þegar eldur kviknaði á gistiheimili í miðborginni í nótt. Eldurinn var smár í sniðum og kviknaði inni á herbergi. Slökkviliðið sendi einn dælubíl á vettvang en þegar hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn en þörf var á að reykræsta herbergið. Eldurinn kviknaði í tusku á herberginu. Ekki er útilokað að um íkveikju sé að ræða.

Nokkur erill var í sjúkraflutningum í nótt, en slökkviliðið fór í tæp 30 útköll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×