Innlent

Kjálkabrotinn hjólreiðamaður þurfti ekki hjálp

Rúmlega eitt í nótt datt maður síðan af reiðhjóli og hlaut töluverða áverka í andliti og brotnar tennur. Hann brást hinn versti við þegar lögregla kom á staðinn og reyndi að koma undan poka sem hann var með í fórum sínum sem virtist innihalda kannabisefni. Eftir að lögregla hafði haldlagt efnin í pokanum var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

Maðurinn var ölvaður og hjálmlaus á reiðhjólinu. Á slysadeild kom í ljós að hann var með brotinn kjálka og var lagður á gjörgæsludeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×