Innlent

Eldri maður í varðhaldi eftir líkamsárás

Karlmaður á sjötugsaldri ruddist inn í íbúð nágranna síns í Norðurmýrinni í Reykjavík upp úr miðnætti, og veitt honum áverka.

Lögreglan handtók árásarmanninn, sem var drukkinn og æstur, og er hann vistaður í fangageymslum.

Þá veittist karlmaður á fertugsaldri að dyravörðum á veitingastað í Þingholtunum á örðum tímanum í nótt, þegar þeir ætluðu að koma í veg fyrir að hann áreitti konur þar á staðnum. Hann var handtekinn og fundust fíkniefni í fórum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×