Innlent

Þjófur í formi stal iPhone

mynd/AFP
Þjófur, hugsanlega í góðu formi, stal svörtum iPhone-síma úr læstum skáp í líkamsræktarstöð í Dalsmára um hálf tvö leytið í dag. Leitað er að þjófinum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Einnig var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi við Unufell skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Þjófurinn vann að auki skemmdir á tengiboxi ljósleiðara í húsinu.

Að lokum var óskað eftir lögreglu að veitingahúsi við Austurstræti um klukkan þrjú í dag. Þar hafði ölvaður maður drukkið og matast án þess að hafa greiðslugetu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi sami maður leikur þetta eftir. Hann var færður á lögreglustöð og vistaður. Rætt verður við hann þegar af honum rennur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×