Innlent

Mótmæla við rússneska sendiráðið

Fyrir utan sendiráðið fyrir skömmu.
Fyrir utan sendiráðið fyrir skömmu. mynd/GVA

Um sextíu til sjötíu manns eru nú við sendiráð Rússlands á Garðastræti í Reykjavík. Þau eru saman komin til að sýna samstöðu með meðlimum rússnesku pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.

Þrír meðlimir hljómsveitarinnar bíða nú dóms en þeir voru ákærðir fyrir guðlast og óspektir eftir að hafa sungið mótmælasöngva í dómkirkju í Moskvu.

Dómurinn verður kveðinn upp fyrir hádegi í dag.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli víða um heim og hafa listamenn og áhrifamenn lýst yfir stuðningi við stúlkurnar þrjár sem nú bíða dóms.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×