Innlent

Slökkvitæki björguðu miklu í tveimur eldsvoðum

Greiður aðgangur að slökkvitækjum í sameignum tveggja fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu kom í veg fyrir að eldur færi úr böndunum í báðum tilvikum í gærkvöldi og í nótt.

Annarsvegar kviknaði í þvottavél í fjölbýlishúsi í Kópavogi, en íbúum tókst með snarræði að slökkva hann áður en slökkvilið koma á vettvang, en töluverður reykur hafði þá borist um húsið, sem var reykræst.

Þá kviknaði eldur í bíl, þegr eigandinn var aqð aka honum frá heimili sínu. Ökumaðurinn stökk inn og sótti slökkvitæki og tókst að slökkva eldinn, áður en hann bærist í fleiri bíla, en bíll hans skemmdist mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×