Innlent

"Botninum í niðurskurði virðist ekki náð"

mynd/Anton Brink
„Fyrsta skrefið í átt að bættu ástandi fæst með því að ræða stöðuna." Þetta segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri landssambands lögreglumanna. Hann gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi við þáttastjórnendur um ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem kom út í gær.

Í inngangi skýrslunnar bendir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, á að niðurskurður í löggæslu hafi gengið allt of langt.

„Þetta er nákvæmlega það sama og við höfum verið að benda síðustu mánuði og ár, segir Steinar. „Staðan er mjög alvarleg."

Steinar óttast að botninum í niðurskurði hafi ekki enn verið náð.

„Það hefur verið boðaður áframhaldandi niðurskurður hjá ríkinu - niðurskurðurinn á að nema einu prósenti á næsta ári," segir Steinar.

Þá segir Steinar að lögreglan muni halda forgangsröðun mála og starfshátta áfram.

„Ég sé í raun ekki hvernig við eigum að forgangsraða enn frekar. Þessi staða er búin að vera í þó nokkurn tíma og við erum nú þegar komin að þolmörkum."

Steinar bendir á að niðurskurður og afleiðingar hans hafi bæði áhrif almenna starfsemi lögreglumanna, sem og öryggi þeirra. Þá óttast hann mjög stöðu lögregluembætta þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lítur dagsins ljós.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Steinar í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×