Innlent

Ungmennin fundust heil á húfi í Brynjudal

Fjögur ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára fundust heil á húfi í Brynjudal í Hvalfirði í nótt eftir farið var að sakna þeirra.

5 hópar björgunarsveitarmanna voru kallaðar út upp úr miðnætti, þar sem ekki hafði sést til unglinganna frá því klukkan níu um kvöldið og farið var að skyggja. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út.

Björgunarsveitarmenn fundu tvo pilta úr hópnum við rætur fjalls, ofan við dalinn, en áhöfn þyrlunnar fann svo tvær stúlkur upp í hlíðinni, þar sem þær treystu sér ekki niður. Þær voru teknar um borð í þyrluna og fluttar niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×