Innlent

Beltislausir ógna lífi samferðamanna sinna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 20% þeirra sem látast í umferðarslysum eru taldir hafa látist af völdum þess að þeir voru ekki í öryggisbeltum. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Umferðarstofu sem brýnir fyrir þeim sem ætla að ferðast um næstu helgi að nota slík belti. Segir Umferðarstofa að einn laus einstaklingur í bíl stofni ekki bara eigin lífi í hættu heldur einnig annarra sem í bílnum eru. Þá bendir Umferðarstofa á að 20% allra banaslysa í umferðinni eru af völdum þess að ökumaður er undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×