Innlent

Embættistaka forsetans í máli og myndum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra óskar forsetahjónunum til hamingju.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra óskar forsetahjónunum til hamingju. mynd/ stefán.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, voru á meðal þeirra sem fögnuðu með forsetahjónunum þegar Ólafur Ragnar Grímsson var settur í embætti í gær. Fjöldi fólks fylgdist með þegar forsetahjónin stigu út á svalir Alþingishússins og veifuðu. Vilhelm Gunnarsson og Stefán Karlsson ljósmyndarar voru á staðnum og fylgdust með. Hér getur þú skoðað myndirnar þeirra.

Öll fjölskylda Ólafs Ragnars var viðstödd athöfnina nema yngstu barnabörn hans og Guðrún Tinna Ólafsdóttir, dóttir forsetans, sagði við Vísi í gær að fjölskyldan væri ávallt viðstödd, enda atburðurinn mjög hátíðlegur.

Í ræðu sinni við embættistökuna þakkaði Ólafur Ragnar þeim sem hefðu boðið sig fram í embættið að þessu sinni. Kosningarnar hefðu verið mikilvægar og gefið fólki færi á að meta embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×