Innlent

Útlit fyrir rigningu sunnudagskvöldið í Eyjum

BBI skrifar
Mynd/Óskar P.
Útlit er fyrir rigningu á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum miðað við upplýsingar frá Veðurstofunni. Veðrið verður gott á svæðinu í upphafi hátíðarinnar en með sunnudagskvöldinu mun að öllum líkindum þykkna upp og útlit fyrir súld eða rigningu fram á mánudag.

Það verður nokkuð hlýtt en svolítið um ský á vestanverðu landinu á föstudaginn. Laugardagurinn virðist ætla að verða besti dagur helgarinnar. Veðurfræðingar Veðurstofunnar ráðleggja Þjóðhátíðargestum hins vegar að hafa með sér regnföt fyrir sunnudaginn enda ekki ólíklegt að þá muni rigna í dalnum.

Sunnudagskvöldið er stærsta kvöldið á Þjóðhátíð, en þá fer brekkusöngurinn fram, kveiktir eldar í dalnum og hátíðin nær hápunkti sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×