Innlent

Harður árekstur á Vitastíg

Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. mynd/ vilhelm.
Harður árekstur varð á gatnamótum Vitastígs og Grettisgötu laust fyrir klukkan tvö í dag, þegar bíll ók á húsvegg. Minnstu munaði að bílnum væri ekið á mann sem stóð við húsið, en hann slapp. Sjúkralið er á svæðinu en hvorki hafa borist upplýsingar um hve margir farþegar voru né hvort einhverjir hafi slasast.

Að sögn sjónarvotta létu farþegar og ökumaður í bílnum sig hverfa af vettvangi stuttu eftir slysið og leitar lögreglan nú að þeim í grenndinni. Að sögn sjónarvotta voru farþegar í bílnum í annarlegu ástandi. Ein stúlka, sem hvarf af vettvangi, mun hafa verið alvarlega slösuð að sögn sjónvarvotta. Lögreglan hefur nú haft hendur í hári hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×