Innlent

Ökumenn muni eftir þokuljósunum

BBI skrifar
Mynd/Pjetur
Björgunarsveitarmaður segir mikilvægt að ökumenn kveiki á þokuljósunum ef þeir lenda í þoku á vegum nú um helgina.

Ómar Geirsson í Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði er nú staddur innan við Strákagöng vestan við Siglufjörð. Þar hefur hann fylgst með umferðinni í dag en svarta þoka er á svæðinu.

„Umferðin er búin að vera þung á svæðinu. Og það vantar alveg að menn kveiki á þokuljósunum," segir hann. „Við erum búnir að sjá einn í allan dag með þokuljósin á. Það var erlendur ferðamaður," segir hann. Hann segir málið spurningu um umferðaröryggi. „Menn hverfa bara í þokuna ef þeir kveikja ekki á þessum ljósum," segir hann og biður ökumenn nú um þessa mestu ferðahelgi ársins að vera meðvitaða um þokuljósin ef þeir lenda í þoku um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×