Innlent

Líðan erlenda parsins óbreytt

Líðan erlenda parsins sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöld er óbreytt. Þau lentu bílslysi á Steingrímsfjarðarheiði.

Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er manninum haldið sofandi í öndunarvél og eru áverkar hans taldir alvarlegir. Konan er minna slösuð. Þau eru á milli tvítugs og þrítugs.

Líklegt þykir að parið verði eitthvað áfram á gjörgæsludeild.

Íslenskur karlmaður lést í bílslysinu en parið hafði fengið far með bílnum á leið sinni um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×