Innlent

Áslaug Arna sjálfkjörin í embætti formanns Heimdallar

Myndin er á heimasíðu Heimdallar.
Myndin er á heimasíðu Heimdallar.
Sjálfkjörið verður í formannssætið og í ellefu manna stjórn Heimdallar á aðalfundi félagsins á morgun.

Þegar framboðsfrestur rann út í gærkvöldi hafði engin boðið sig fram gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur formanni og engin gegn öðrum stjórnarmönnum Heimdallar.

Áslaug Arna er andvíg aðild að Evrópusambandinu og í aðdraganda aðalfundarins hafði verið búist við að einhver á öndverðum meiði myndi bjóða sig fram, en af því varð ekki.

RFF


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×