Innlent

Elísabet sóttist eftir hlutverki Bond-stúlkunnar

Elísabet ásamt James Bond.
Elísabet ásamt James Bond. mynd/AFP
Elísabet 2. Bretadrottning bað sérstaklega um að fá að leika Bond-stúlkuna í setningarathöfn Ólympíuleikanna. Drottninginn, sem 86 ára gömul, þótti taka sig vel út við hlið Daniel Craig sem fór með hlutverk spæjarans.

Hún lék í stuttmynd sem Danny Boyle, listrænn stjórnandi leikanna, framleiddi fyrir athöfnina. Þar gekk drottningin um konungshöllina ásamt Bond. Þau stigu síðan upp í þyrlu og voru flutt að Ólympíuleikvanginum. Þar festi Elísabet á sig fallhlíf og stökk út, við mikinn fögnuð áhorfenda.

Höfundur atriðsins sagði breska tímaritinu Telegraph að drottninginn hafi sóst eftir hlutverkinu og að leiklistarhæfileikar hennar hafi komið framleiðendunum skemmtilega á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×