Innlent

Ben Stiller leitaði að tökustöðum á Vesturlandi

Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller leitaði í gær að hentugum tökustöðum á Vesturlandi fyrir endurgerð myndarinnar The Secret of Walter Mitty, sem ráðgert er að taka hérlendis að hluta næsta sumar.

Hann skoðaði meðal annars Geirabakarí og umhverfi þess í Borgarnesi og síðan lenti hann og aðstoðarmenn hans í þyrlu á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi, til að kanna aðstæður þar.

Íslendingar láta líka til sín taka í afþreyingarbransanum ytra, því Ólafur Arnalds var með lag í nýjasta þættinum af So You think you can dance sem sýndur var í Bandaríkjunum í fyrradag.

Þá hljómar lagið Little Talks, í flutningi Of Monsters an Men, undir samantekt BBC frá opna breska meistaramótinu í golfi, að loknum hverjum leikdegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×