Innlent

Björgunarskip sótti vélarvana handfærabát

Björgunarskip Landsbjargar, Oddur V. Gíslason, kom fyrir stundu með lítinn handfærabát í togi til Grindavíkur, eftir að vélin bilaði í bátnum þegar hann var staddur um sjö sjómílur suður af Þorlákshöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Tveir menn voru um borð í bátnum og voru þeir aldrei í hættu, því gott veður er við Suðurströndina og gekk heimferðin að óskum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×