Innlent

Ölvaðir á torfærujeppa ollu gróðurskemmdum

Töluverðar gróðurskemmdir eru komnar í ljós eftir að þrír ölvaðir menn óku sérsmíðuðum torfærujeppa um hlíðarnar fyrir ofan sumarbústaðahverfi Kennarasamtakanna við Flúðir í fyrrinótt, með þeim afleiðingum að bíllinn valt og einn þeirra slasaðist alvarlega.

Sá var strax fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð í gærmorgun og er enn á sjúkrahúsi. Hinir tveir voru handteknir þar sem þeir neituðu að greina lögreglu frá málsatvikum.

Við yfirheyrslur síðdegis í gær játuðu þeir að hinn slasaði hafi ekið bílnum, þegar slysið varð.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×