Innlent

Virkjuðu skáldagáfuna hjá Vinnuskólanum

BBI skrifar
Mynd/grindavik.is
Lokahóf fyrir krakkana í 8. bekk vinnuskólans í Grindavík var haldið á dögunum. Farið var í ratleik, pokahlaup og haldin grillveisla. Á einni stöð í ratleiknum þurftu krakkarnir að virkja skáldagáfuna og setja saman tvær línur um það sem var skemmtilegast við Vinnuskólann.

Ýmis spakmæli létu dagsins ljós. Einn hópur velt fyrir sér hvað væri best að gera ásamt því að raka:

Gaman er að slá og raka,

best er samt að hvíla og raka.

Annar var mjög hrifinn af því að hreinsa gangstéttir:

Gogga er mjög gaman

sópa er stuð.

Loks kynnti einn hópurinn skemmtilegustu dagana:

Við elskum kökudaga

og líka föstudaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×