Innlent

Sumarskötuveisla á Ísafirði

BBI skrifar
Mynd/Valgarður
Boðið verður upp á skötuveislu á Ísafirði í dag. Veislan er orðin árlegur viðburður í Tjöruhúsinu á Þorláksmessu að sumri. Lionsklúbbur Ísafjarðar stendur fyrir boðinu og á vefsíðu Bæjarins Bestu eru matráðar þeirra sagðir sannkallaðir sérfræðingar í þeirri íþrótt að kæsa og matreiða skötu.

Skötuboðið er ein af fjáröflunarleiðum Lionsklúbbsins en allur ágóði rennur til góðgerðarmála.

Messa Þorláks Þórhallssonar biskups að vetri er 23. desember og miðast við dánardægur hans. Jarðneskar leifar hans voru hins vegar teknar upp og lagðar í skrín í Skálholtskirkju þann 20. júlí 1198 og því var Þorláksmessa að sumri lögfest þann dag.

Veislan hefst í Tjöruhúsinu stundvíslega kl. 12 og er öllum boðið, jafnt heimamönnum sem ferðalöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×