Innlent

Undirbúa sig fyrir að minnast látinna vina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðrún Jóna Jónsdóttir
Guðrún Jóna Jónsdóttir
Ungliðar í norska verkamannaflokknum undirbúa sig nú undir að minnast þess að á sunnudag er liðið eitt ár frá því að Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Útey og í Osló. Eins og fram kom á Vísi fyrir fáeinum dögum verður Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, viðstödd minningarathöfn í Útey. Guðrún flaug til Noregs í morgun.

„Það er rigningarlegt núna," sagði hún þegar Vísir náði af henni tali. Hún sagðist hafa heyrt Norðmenn ræða atburðina í lest í morgun. „Þannig að fólk gerir sér fulla grein fyrir því hvaða helgi er og hvað er að fara í gang. Krakkarnir sem ég er að hitta eru á fullu í undirbúningi andlega og að koma saman viðburðinum," segir Guðrún Jóna. Hún segist hafa heyrt í þeim í morgun í síma og hitti þau á skrifstofu þeirra á eftir.

Athöfnin mun hefjast klukkan ellefu að norskum tíma. Jens Stoltenberg, formaður norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra, mun flytja ræðu ásamt Helle Thorning Smidt og Eskil Pedersen sem er formaður ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins.

Ungir jafnaðarmenn standa fyrir minningarathöfn á sunnudagskvöldið klukkan hálfníu við Norræna húsið í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×