Innlent

Réðst á 15 ára pilt

Fjórar líkamsárásir áttu sér stað í Reykjavík í nótt. Karlmaður veittist að 15 ára dreng á Grundarstíg stuttu eftir miðnætti. Drengurinn hafði verið að krota á stöðumæla þegar stór og þrekinn maður réðst á hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mörg vitni að árásinni. Árásarmaðurinn flúði síðan af vettvangi á gylltum fólksbíl.

Þá hlaut rúmlega tvítugur maður höfuðáverka eftir átök í Bankastræti á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan kannast við árásarmanninn en hann hafði flúið af vettvangi þegar lögreglan kom á staðinn.

Á fimmta tímanum veittist hópur fólks að pari sem var á gangi við Selvogsgrunn. Árásin var gróf og virðist hafa verið með öllu tilefnislaus. Tvær ungar konur gista fangageymslu vegna málsins.

Þá óskaði par um tvítugt eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað á Hverfisgötu snemma í morgun. Parið kvaðst hafa lent í átökum við dyraverði. Þeim hafði verið meinaður aðgangur að skemmtistaðnum og hugðust þau þá komast inn um glugga bak við staðinn. Voru þau stöðvuð af dyravörðum. Stúlkan heldur því fram að hún sé handleggsbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×