Innlent

"Maður gengur út frá því að fólk sé heiðarlegt"

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar
Fangelsismálastofnun rannsakar nú hvernig fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju tókst að draga að sér fé og ýmis verðmæti sem tilheyrðu fangelsinu, samtals að andvirði 1.6 milljóna króna. Hann var dæmdur fyrir brotið í Héraðsdómi Vesturlands í gær

Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir málið skammarlegt.

„Fyrirfram gefur maður sér að fólk sé heiðarlegt," segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Þegar kemur upp grunur um brot þá ber mér sem forstjóra ríkisstofnunar að rannsaka málið og það gerum við nú. En við göngum auðvitað út frá því að starfsfólk fangelsis þekki lög og reglur."

Í niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands segir að starfsmenn og jafnvel fangar á Kvíabryggju hafi haft frjálslegan aðgang og afnot af tækjabúnaði í eigu fangelsisins. Þannig sé eftirlit ábótavant og augljós hætta á að munir geti farið forgörðum.

Páll segir það ekki standa til að herða reglur um aðgang og not á tækjunum.

„Það eru bara gildandi lög í landinu með svona hluti," segir Páll. „Ef menn brjóta þær þá er eðlilega tekið á því og það var sannarlega tekið á þessu máli með fullri festu."

Þá segir Páll að málið hafi reynst starfsmönnum Kvíabryggju og Fangelsismálastofnunar erfitt. „Þetta tók á okkur öll. Þessi maður var góðvinu okkar."


Tengdar fréttir

Fangelsisstjórinn dæmdur í fangelsi

Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóri á Kvíabryggju, var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér fé og ýmis verðmæti sem tilheyrðu fangelsinu, samtals að andvirði ríflega 1,6 milljóna króna. Fimm mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×