Innlent

Vinsældir Ísafjarðar hjá siglingafólki aukast

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm
Skútuheimsóknum á Ísafirði hefur fjölgað ár frá ári. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að draumurinn sé koma upp góðri aðstöðu, ráðast í markaðsátak og gera Ísafjörð að nokkurs konar skútubækistöð norðursins.

„Ég get bara sagt þér að nú eru einar sex skútur hér í höfninni," segir Guðmundur en milli 40 og 50 skútur koma til bæjarins á ári. „Landfræðilega er Ísafjarðarbær bara á réttum stað fyrir siglingafólk sem vill sigla yfir til Grænlands," segir hann um vinsældir bæjarins hjá siglingamönnum.

Fyrir nokkrum árum var sett upp sérstök skútubryggja við Pollinn. Hún rúmar ekki lengur allar þær skútur sem koma. Nú er nefnd að störfum sem er að velta upp möguleikum til uppbyggingar í bænum. Guðmundur segir markmiðið sé að bæta þjónustu við skútur og skemmtibáta í bænum og lokka sem flesta í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×