Hópur gæsa olli umferðarslysi á Hringbraut, vestan Njarðargötu, um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þar sem einn maður slasaðist og tveir bílar eyðilögðust í bruna.
Gæsirnar voru að kjaga í rólegheitum yfir akbrautina þegar bíll nam staðar til að aka ekki á þær. Tveir aðrir stoppuðu fyrir aftan hann, en sá fjórði náði ekki að nema staðar og ók á þriðja bílinn með þeim afleiðingum að eldur gaus upp í vélarrýminu og barst í bílinn fyrir framan.
Einn maður úr öðrum hvorum bílnum slasaðist og var fluttur á slysadeild, en eftir því sem Fréttastofan kemst næst, meiddist hann ekki alvarlega.
Eins Fréttastofa greindi frá í gær logaði mikill eldur í bílunum þegar slökkvilið kom á vettvang, en þrátt fyrir að eldurinn væri slökktur á skammri stundu er bílarnir stór skemmdir ef ekki ónýtir.
Hópur gæsa olli umferðarslysi á Hringbraut

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.