Icelandair krefur hælisleitendurna um skaðabætur Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2012 16:01 Mennirnir laumuðust inn í flugvél Icelandair. Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn á máli hælisleitendanna tveggja sem laumuðust inn í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Talið er að brot þeirra varði við almenn hegningarlög og log um loftferðir. Auk þess að hafa laumast inn í flugvélina eru mennirnir taldir hafa reynt að laumast með Eimskipum til Bandaríkjanna. Annar mannanna er að auki grunaður um þjófnaði, en mennirnir stálu meðal annars fatnaði til að líkjast starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að við yfirheyrslur hafi mennirnir í upphafi reynt að afvegaleiða lögregluna og skýrt rangt frá um ferðir sínar inn á haftasvæðið. Eftir gagnaöflun og vettvangsrannsókn skýrðu þeir hins vegar frá ferðum sínum í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til annars en að þeir hefðu farið um borð í flugvélina í þeim tilgangi einum að komast með henni frá landinu. Þeir sýndu aldrei af sér ofbeldishegðun, hvorki gagnvart áhöfn flugvélarinnar, starfsmönnum flugvallarins né lögreglu og ekkert kom fram sem benti til þess að þeir hafi valdið skemmdum eða haft slíkt í hyggju. Tvímenningarnir sem talið er að séu um tvítugt eru báðir hælisleitendur hér á landi og dvelja á Fit í Reykjanesbæ. Þeir komu báðir til landsins í apríl, annar með Norrænu til Seyðisfjarðar en hinn með flugi í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá þeim tíma hafa þeir verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum en við komuna til landsins þóttust þeir vera börn að aldri en aldursgreining hjá lækni bendir til annars. Eftir að mennirnir voru gripnir í vél Icelandair var flugvélin tekin í öryggisskoðun, önnur vél fengin til flugsins og önnur áhöfn vegna hvíldartímaákvæða. Brottför flugsins seinkaði um fjórar klukkustundir af þessum sökum. Icelandair lagði fram skaðabótakröfu á hendur mönnunum vegna þessa tjóns sem félagið varð fyrir af þeirra völdum. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn á máli hælisleitendanna tveggja sem laumuðust inn í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Talið er að brot þeirra varði við almenn hegningarlög og log um loftferðir. Auk þess að hafa laumast inn í flugvélina eru mennirnir taldir hafa reynt að laumast með Eimskipum til Bandaríkjanna. Annar mannanna er að auki grunaður um þjófnaði, en mennirnir stálu meðal annars fatnaði til að líkjast starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að við yfirheyrslur hafi mennirnir í upphafi reynt að afvegaleiða lögregluna og skýrt rangt frá um ferðir sínar inn á haftasvæðið. Eftir gagnaöflun og vettvangsrannsókn skýrðu þeir hins vegar frá ferðum sínum í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til annars en að þeir hefðu farið um borð í flugvélina í þeim tilgangi einum að komast með henni frá landinu. Þeir sýndu aldrei af sér ofbeldishegðun, hvorki gagnvart áhöfn flugvélarinnar, starfsmönnum flugvallarins né lögreglu og ekkert kom fram sem benti til þess að þeir hafi valdið skemmdum eða haft slíkt í hyggju. Tvímenningarnir sem talið er að séu um tvítugt eru báðir hælisleitendur hér á landi og dvelja á Fit í Reykjanesbæ. Þeir komu báðir til landsins í apríl, annar með Norrænu til Seyðisfjarðar en hinn með flugi í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Frá þeim tíma hafa þeir verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum en við komuna til landsins þóttust þeir vera börn að aldri en aldursgreining hjá lækni bendir til annars. Eftir að mennirnir voru gripnir í vél Icelandair var flugvélin tekin í öryggisskoðun, önnur vél fengin til flugsins og önnur áhöfn vegna hvíldartímaákvæða. Brottför flugsins seinkaði um fjórar klukkustundir af þessum sökum. Icelandair lagði fram skaðabótakröfu á hendur mönnunum vegna þessa tjóns sem félagið varð fyrir af þeirra völdum.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira