Innlent

Ætlar á snekkju í kringum Ísland, eftir hringveginum

Skoskur ævintýramaður, Andrew Baldwin að nafni, ætlar að fara hringinn í kringum Ísland á lítilli snekkju sinni. Þetta væri svo sem vart í frásögur færandi nema að hann ætlar að keyra snekkjuna, sem heitir Scary Marie, eftir hringveginum.

Fyrst ætlar Baldwin sigla Scary Marie til Íslands og síðan setja undir hana dekk og fara á henni hringveginn.

Fjallað er um málið í Shetland News. Þar segir að Baldwin hafi upphaflega ætlað að sigla Scary Marie svo áfram til Kanada og keyra hana yfir Klettafjöllin en bandarísk stjórnvöld tóku mjög fálega í þær hugmyndir hans. Baldwin hefur heldur ekki fengið leyfi frá íslenskum yfirvöldum fyrir þessari hringferð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×