Innlent

Tekinn með fíkniefni í Hjartargarðinum

Lögregla stöðvaði mann í Hjartargarðinum svokallaða við Laugaveg í nótt. Hann reyndist vera með fíkniefni á sér og fær hann á sig kæru fyrir vikið. Einnig var hann kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Þá var ökumaður stöðvaður á Lindargötu grunaður um ölvun við akstur. Í nótt klippti lögreglan skráningarnúmer af sex ökutækjum á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að eigendur þeirra höfðu vanrækt að fara með bílana í skoðun eða greiða af þeim tryggingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×